Fréttir 2012

4. desember 2012
Sápujólamarkaður 6. desember
Fimmtudaginn 6. des. frá kl. 20 til 22 verður opið hús hjá Sápunni í tilefni af kaffihúsakvöldi í Eldey á Ásbrú þar sem verður líka jólamarkaður. Sápan býður jólagjafir fyrir verð sem almennt sjást ekki í neinum verslunum. Úrvalið er mikið eins og sjá má á myndinni hér til hliðar sem má stækka. Þetta er eini jólamarkaður á þessu ári sem Sápan er þátttaka í.


4. desember 2012
Sápujólamarkaður 6. desember
Fimmtudaginn 6. des. frá kl. 20 til 22 verður boðið upp á sápukaup eftir vigt. Þú velur í poka og vigtar. Kaupin gerast ekki betri.


8. september 2012
Nýtt í starfseminn
Sápan hefur tekið í notkun áhöld til pökkunar í herpiplast. Þetta gefur strax nýja valkosti fyrir viðskiptavini okkar bæðið í umbúðum og ekki hvað síst í ódýrari vöru. Einnig eru nú í boði 25 gramma sápur í plasti sem við vonum að verði skemmtileg viðbót. Verslnarstjórum og vörustjórum er bent á að skoða síðurnar þar sem sápurnar eru ásamt myndum.


1. september 2012
Soap Eruption 2012
Stapafell Hafnargötu 50 í Keflavík býður sérstakt tilboð á Soap Eruption, Gjóskusápunum í tilefni af Ljósanótt í Reykjanesbæ. Sápurnar sem innihalda öskuna úr gosinu sem varð í Eyjafjallajökli 2009. Lítið við í Stapafelli og missið ekki af þessu tilboði sem býðst aðeins einu sinni ár hvert.


28. mars 2012
Starfsleyfi Sápunnar
Hér til hliðar má sjá starfsleyfi Sápunnar sem afgreitt var á 229. fundi Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 22. mars s.l. Þetta fallega skjal verður nú hengt á áberandi stað í nýju sápugerðinni. Það má skoða skjalið með því að smella á það. Þá stækkar myndin.
7. mars 2012
Starfsleyfi fyrir Grænásbraut 506
Í gær gaf HES út stafsleyfi vegna sápugerðar að Grænásbraut 506 í Reykjanesbæ. Þetta er í frumkvöðlasetri Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, Heklu á Ásbrú. Sápan er nú flutt þangað með sápugerðina og mun þar einnig hafa aðgang að góðum sölum til námskeiðahalds. Þegar er ákveðið að vera með sápugerðarnámskeið í apríl ef næg þátttaka fæst. Sápan verður því hér eftir með alla starfsemi sína í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú.