Fréttir 2015

 

13. ágúst 2015
Bíll Sápunnar til sölu
Sápan ehf. vill nú selja bílinn sinn Chevrolet Lasetti Station árg. 2006. Sjálfskiptur með framhjóladrifi. Með dráttarkrók. Dekk 7 mánaða gömul heilsársdekk. Nýskoðaður í toppstandi. Ólafur eigandi Sápunnnar hefur átt bílinn frá því hann var nýr þar til Sápan ehf. keypti hann. Bíllinn hefur alltaf fengið gott viðhald. Lakk er þrátt fyrir það farið að láta á sjá og nokkrir riðblettir sem gott væri að bletta í svo bíllinn endist enn lengur. Verð 550.000,- kr. Áhugasamir geta haft samband við Ólaf í síma 618-7272 eða á oah@sapan.is  

8. ágúst 2015
Húsnæðið sprungið
Allt frá 2009 þegar framleiðsla var hafin undir merkjum Sápunnar til sölu á gjafa- og minjagripamarkaði hefur framleiðsla og sala aukist jafnt og þétt á hverju ári í samhengi við fjölgun ferðamanna sem koma til landsins. Með aukinni framleiðslu hefur þörfin fyrir húsnæði jafnframt aukist og nú er svo komið að 85 fermetrar að Brekkustíg 41 í Reykjanesbæ sem Sápan ehf. hefur til umráða eru fullnýttir eins og sjá má á grunnteikningu hér til hliðar. (Stækka má myndina með því að smella á hana.)

Leit er hafin af húsnæði um 200 til 250 m2 í fullnægjandi ástandi fyrir framleiðsu á snyrtivörum af öllum gerðum. Leitin hefur reynst nokkuð erfið undanfarið þar sem ástand húsnæðis sem skoðað hefur verið er með öllu ófullnægjandi. Gerð er krafa til þess að hægt sé að hefja innréttingu húsnæðis strax.

Sápan ehf. vonast til þess að fynna sem fyrst húsnæði sem getur staðið undir kröfum sem gera verður vegna framleiðslunnar. Þeir sem hafa húsnæði til leigu geta haft samband við Ólaf Árna Halldórsson í síma 618-7272 eða sent tölvupóst á oah@sapan.is

Flutningur fyrirtækisins í annað sveitarfélag kemur vel til greina ef gott húsnæði og viðunandi leigukjör fást.

1. júní 2015
Ilmolíur
Sápan býður nú ilmolíur sem framleiddar eru í USA en tappað á 50 ml. og 15 ml. glerglös hjá Sápunni. Ilmkjarnaolíur eru einnig settar á sömu stærðir glerglasa hjá Sápunni. Allt er þetta að berast í verslanir í landinu næstu daga.

 

19. maí 2015
Baðvörur
Sápan ehf. hefur hafið framleiðslu á baðvörum.  Nú þegar eru til sölu baðbombur í tveimur stærðum, 90 gramma hálfkúlum og 20 gramma hálfkúlum.  Baðbomburnar eru framleiddar úr íslensku magnesíumríku sjávarsalti frá Saltverk á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi, með ilmkjarnaolíum. 

 

 

19. febrúar 2015
Ilmkjarnaolíur
Nú höfum við fengið ilmkjarnaolíur til sölu. Fást bæði í 50ml og 15ml glösum.