Fréttir 2016

 

 

 

 

 

 

25. október, 2016
Kosninga sápur

Hvítþvottur er til í 100gr. og 25gr. stykkjum. Sápan er með mjög klassískum sápuilm sem hentar öllum. Konum og körlum. Þó sápan sé dökk freyðir hún hvítri froðu og húðin verður hrein sem aldrei fyrr. Hvort sem er eftir baðið eða sturtuna. Hún er blönduð með íslenskri eldfjallaösku sem rífur notalega í. Einstaklega góð sápa fyrir þá sem hafa gert eitthvað af sér þó það sé fyllilega löglegt. Að utan verður skinnið eins og nýþveginn barnsrass og engum dettur í hug að neitt hafi gerst. Bara þurrka sér vel eftir baðið. Tekið er við pöntunum í síma 571-7274 og í tölvupósti sapan(hjá)sapan.is.

Bullukolla er til í 100gr. og 25gr. stykkjum. Sápan er með mildum femínískum ilm sem vegur þungt innan um mikla hrútalykt. Hún er blönduð með íslensku blóðbergi sem rífur af gamla skrápinn svo nýr verði enn sterkari. Sápan er sérlega góð fyrir skinn sem hefur verið lengur en þrjú kjörtímabil á Alþingi þó hún sé einnig mjög frískandi fyrir kvennaskinn í framboði til þings. Sápan er bleik því framkvæmdastjóri Sápunnar ehf. er karl sem telur að allt kvenlegt eigi bara að vera bleikt. Hann segir að það sé allt eins hægt fyrir góða stjórnmálakonu að sannfæra okkur um að sápan sé hvít eða jafnvel rauð því bleikt sé blanda af hvítu og rauðu. Tekið er við pöntunum í síma 571-7274 og með í tölvupósti á sapan(hjá)sapan.is. Ef pantað er fyrir heilu flokkana má athuga magnafslátt. Óskað er eftir að ábyrgð sé tekin á pöntuninni.

Rugludallur er til í 100gr. og 25gr. stykkjum. Sápan er með mildum karllægum ilm er svipar til Armanísks rakspíra framleiddum innan Evrópusambandsins. Hér örlar þó fyrir íslenskri hrútalykt sem reynir að brjótast í gegn. Sápan er blönduð með fínu og grófu íslensku birki sem skrúbbar vel af dauðar húðfrumur stjórnmálamanna sem hafa verið á Alþingi lengur en 3 kjörtímabil. Það getur líka verið mjög gott fyrir þá sem eru nýir að nota sambærilega sápu og hinir. Þá er betra að falla inn í hópinn og mikið léttara að fylgja lokkslínuninni. Sápan er græn en það er bara vegna þess að framkvæmdastjóri Sápunnar ehf. ætlar að kjósa Framsókn svo frænka konunnar hans komist frekar inn á þing. Svo segir litafræðin að grænn sé blanda af gulu og bláu. Stjórnmálamaður gæti því allt eins sagt að sápan væri blá eða gul þó hún sé græn.

25. október, 2016
Jólasápurnar komnar
Nú eru jólasápurnar tilbúnar til afgreiðslu.  Myndirnar eru skopmyndir teiknaðar af listamanninum Hermanni Árnasyni.  Sápurnar eru rauðar og hvítar, bæði 100gr. og 25gr.

      

 

                                    

 

 

28. september 2016
Lagersala - Lagersala
Lagersala er nú í gangi hjá okkur á öllum Lettnesku snyrtivörunum, öllum gjafavörum og á sápuefnum, sápulitum og sápumótum. Sápan ehf. hættir með         þessar vörur. Fyrstir koma fyrstir fá. Tökum ekki kort. Getum sent út á land. Endilega skoða úrvalið á heimasíðunni okkar www.sapan.is.

Einnig erum við með 25% afslátt á öllum ilm- og ilmkjarnaolíum, þær eru til bæði í 50ml og 15ml glösum, mikið úrval af ilmi.

 

20. júlí 2016
Nýir starfsmenn
Sápan ehf. hefur ráðið tvo stafsmenn, framleiðslustjóra og sölustjóra. Hófu þær báðar störf í maí s.l. og eru þær bráðnauðsynleg viðbót, því salan eykst dag frá degi.  Bjóðum við þær velkomnar til starfa.

 

20. júlí 2016
Innflutningur á Lettneskum vörum
Í vor hóf Sápan efh. innflutning á vörum frá Lettlandi.  Vörurnar eru hanndunnar, náttúruvænar snyrtivörur.  Vöruúrvalið er mikið og flott, t.d. handáburður, fótakrem, andlitskrem, andlitsmaski og varasalvi.