Myndir 2012

Gríðarleg söluaukning á sápunum í ullinni
Á myndunum má sjá hvernig Rammagerðin í Reykjavík og 66°N í FLE stilla upp sápunum í ullinni. Með þessum frábæru uppstillingum hafa búðirnar slegið öll sölumet og virðast enn vera að auka söluna.


 


 
Lovísa S. í Rammagerðinni í Reykjavík er með sápurnar í ullinni á 3 stöðum í búðinni. Hún prentaði út miða með upplýsingum um að þetta sé "exfoliating soap inside icelandic wool" og límdi á standana. Henni Fannst það hafa mikið að segja með söluaukningu á sápunum. 


 

Lovísu S. í Rammagerðinni í Reykjavík og Lovísu Ó. í 66°N í FLE og starfsfólki erum við mjög þakklát fyrir söluaukninguna og að hafa fyrir því að senda okkur myndirnar hér til hliðar. Vonandi geta myndirnar orðið öðrum verslunum að gagni. Fleiri mættu líka senda okkur myndir.

 

 
Það er mjög ánægjulegt þegar verslanir gera allt hvað þær geta til að auka sölu ákveðinnar vöru eins og hér hefur verið gert svo um munar.
Hægt er að stækka myndirnar með því að smella á þær.