Námskeið 2015

Á námskeiði er farið yfir hvernig sápa verður til og hvað þarf af efnum og áhöldum til sápugerðar í föstu formi. Algeng aðferð er kennd en fleiri nefndar.
Farið er yfir nokkrar glærur og að því loknu er sýnikennsla þar sem við búum til sápu saman. Í lok námskeiðs fá þáttakendur sápuna sem gerð er á námskeiðinu.
Allir eiga að geta búið til sápu eftir eigin uppskriftum að loknu námskeiðinu.
Námskeiðið tekur u.þ.b. þrjár klukkustundir.

Námskeið verða að hafa lágmark 10 nemendur. Fleiri en 15 eru helst til of margir. Mögulegt er að halda námskeið í heimahúsi ef næg þátttaka liggur fyrir. Hægt er að fara með námskeið hvert á land sem er ef þátttaka er næg og samgöngur leyfa. Ferða-, gisti- og fæðiskostnaður greiðist allur af námskeiðshaldara.

Þeim sem vilja reyna sápugerð heima í eldhúsi stendur til boða að kaupa hér efni sem nauðsynleg eru. Vinsamlega pantið með því að senda tölvupóst sem inniheldur Nafn, heimili, síma og aðrar upplýsingar sem þarf. Það er einnig hægt er að taka við pöntunum í síma 571-7274 eða 618-7272. Greiða má með kreditkorti þegar pantað er í síma. Svo má greiða með millifærslu á bankareikning. Vörur eru almennt sendar strax og greiðsla hefur verið staðfest.

Vinsamlega hafið samband vegna frekari upplýsinga.