Umsagnir

Sæll Ólafur

Mér hefur gengið mjög vel í þessum tilraunum og er alltaf að prufa nýtt í hverri uppskrift svo hef ég verið að gefa ættingjum og vinum sem eru tilraunadýrin hjá mér, einnig erum við á heimilinu alveg farin að nota þessar sápur eingöngu, algjörlega hætt að nota aðrar handsápur. Þessar eru svo mjúkar og fara vel með húðina algjör viðsnúningur  hjá mér, ég var alltaf með vandamála húð áður, þökk sé þér að halda svona námskeið.

Kveðja:
Marta Sigvaldadóttir
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 
Sæll Ólafur

Ég var á námskeiði hjá þér í Skagafirði í vetur og er búin að prufa að gera sápur og það gekk vel..........sonur minn er með exem og hann hefur lagast mikið við að nota sápu sem ég gerði þannig að ég er mjög ánægð með útkomuna.

Kveðja,

Unnur Sævarsdóttir
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------