Baðvörur


Verslun
Verslunum um land allt seljum við vöurnar í heildsölu. Sápan selur ekki vörur í umboðssölu. Margar helstu mynjagripaverslanir í landinu eru þegar með vörurnar okkar til sölu. Aðrar eru velkomnar í viðskipti. Verslanir sem þegar eru í viðskiptum við Sápuna eru almennt skráðar hér undir liðnum "Söluaðilar".

Hægt er að panta með tölvupósti á sapan(hjá)sapan.is. Einnig má hringja í síma 571-7274 eða 618-7272. 


Pakkningar
Herpiplast er aðalpakkning á baðbombunum. Þar sem við á lager í kúlum 260gr., 140gr. og 60gr.. Í hálfkúlum 170gr., 95gr. og 35gr. Á lager bjóðum við nokkrar ilmgerðir sem eru núna lavender, lemon, romance og blöndu sem við köllum affection.
Baðsalt, baðduft, freyðibað og baðmjólk er pakkað 200gr. í bréfpoka sem húðaðir eru að innan svo varan geymist vel í pokunum. Innihaldslýsingar og strikamerki eru á öllum vörum. 
Stækka má myndir hér á vefnum með því að smella á þær.

Verslanir geta pantað eitt stykki af hvaða vöru sem er eða svo mörg sem þær vilja. Eða í þeim pökkum sem við bjóðum t.d. 95gr. baðbombur 6 stk. í rennilásapoka og 35gr. baðbombur 12 stk. í rennilásapoka.