Sápuefni

Sápugerðarefni

Bjóðum margt til sápugerðar s.s. "föndursápur" sem hægt er að bræða og móta að vild án þess að kunna neitt fyrir sér í sápugerð. Sápur sem hægt er að föndra með eftir hugmyndaflugi hvers og eins.

Nú er hægt að föndra með sápur í leikskólum og grunnskólum. Framhaldsskólar hafa reyndar líka pantað sápugrunna hjá okkur.  Allstaðar þar sem föndra á saman. Kjörið fyrir saumaklúbba og allskonar félög sem föndra t.d. fyrir jólin. Sápugerð er skemmtilegt föndur. Það er gaman t.d. að móta sérstaka sápu í jólagjafir. Sápur sem ilma svo vel að ekki er hægt annað en fyllast af hátíðargleði. Frábært fyrir þá sem kenna myndmennt, hönnun, smíði og heimilisfræði í grunnskólunum.

Þeim sem vilja reyna sápugerð stendur til boða að kaupa hér efni sem nauðsynleg eru. Vinsamlega pantið með því að senda tölvupóst sem inniheldur Nafn, heimili, síma og aðrar upplýsingar sem þarf. Það er einnig hægt er að taka við pöntunum í síma 571-7274 eða 618-7272. Greiða má með millifærslu á bankareikning. Einnig er hægt að senda í póstkröfu. Vörur eru almennt sendar strax og greiðsla eða greiðslumáti hefur verið staðfestur.

Sendið fyrirspurnir á sapan(hjá)sapan.is eða hringið í síma 571-7274 eða 618-7272 vegna pantana eða frekari upplýsinga.